FH og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli á Kaplakrikavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ondo kom Grindavík yfir á 73. mínútu. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
↧