ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu 28-17 í fjórðu umferð N1 deildar kvenna í dag. ÍBV var einu marki yfir í hálfleik 11-10 en sýndi mátt sinn í seinni hálfleik og vann öruggan sigur að lokum.
↧