Akureyringurinn magnaði Oddur Grétarsson var borinn út á börum og upp í sjúkrabíl á leik Hauka og Akureyrar á laugardag. Eitthvað gerðist þegar hann lenti eftir að hafa skotið í hraðaupphlaupi. Oddur lá í gólfinu og var augljóslega sárþjáður.
↧