Arnór Þór Gunnarsson fór mikinn í liði Bittenfeld í kvöld er það vann afar mikilvægan sigur, 27-30, á útivelli gegn Saarlouis. Arnór var markahæstur á vellinum með átta mörk en þar af komu sjö úr vítum. Arnór nýtti öll sjö vítaköstin sem hann tók.
↧