Naumur sigur Svía
Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.
View ArticleRosberg á ráspól í Kanada
Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn.
View ArticleSaunders mættur aftur á hliðarlínuna
Flip Saunders, forseti Minnesota Timberwolves, leitaði ekki langt yfir skammt þegar kom að því að ráða nýjan þjálfara til félagsins. Hann réði nefnilega sjálfan sig til starfsins.
View ArticleUmfjöllun: Bosnía - Ísland 33-32 | Síðasta korterið reyndist dýrkeypt
Ísland tapaði fyrir Bosníu með einu marki, 33-32, í Sarajevó í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári.
View ArticleAron: Leystum þetta lengst af vel
"Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik.
View ArticleAusturríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í...
View ArticleLeik Englands og Hondúras hætt
Vináttulandsleikur Englands og Hondúras í Miami hefur verið flautaður af, allavega um stundar sakir, vegna þrumuveðurs.
View ArticleMessi skoraði í sigri | Risahögl í Brüssel
Liðin sem taka þátt á HM í Brasilíu eru nú óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök, en margir vináttulandsleikir hafa farið fram á undanförnum dögum.
View ArticleBreiðablik komið í átta-liða úrslit
Mörk frá Andreu Rán Hauksdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Breiðabliki sigur á Hetti í lokaleik 16-liða úrslita Borgunarbikarsins í dag. Leikurinn fór fram í Fífunni.
View ArticleMarkalaust jafntefli í Miami | Leikurinn hófst að nýju
England gerði markalaust jafntefli við Hondúras í sínum síðasta leik fyrir HM í Brasilíu.
View ArticleAron kom ekkert við sögu í sigri Bandaríkjanna
Bandaríkin báru sigurorð af Nígeríu, 2-1, í síðasta leik sínum fyrir HM í Brasilíu. Leikið var á EverBank Field í Jacksonville í Flórída.
View ArticleStólarnir styrkja sig
Nýliðar Tindastóls í Domino's deild karla hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átök næsta vetrar, en Darrel Lewis hefur gengið til liðs við Stólana frá Keflavík.
View ArticleDel Piero hefur trú á Rooney
Wayne Rooney hefur átt erfitt uppdráttar á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem hann hefur tekið þátt í. Alessandro Del Piero hefur þó trú á Manchester United leikmanninum.
View ArticleRosengård náði sex stiga forystu
Íslensku landsliðskonurnar Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru í byrjunarliði FC Rosengård sem bar sigurorð af Umeå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
View ArticleÞjálfari Arons hjá IMG: Sá strax að hann hafði hæfileika
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali við sérstakt HM-blað tímaritsins Howler Magazine.
View ArticleSveinbjörg Norðurlandameistari
Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina.
View ArticleFinnlandsfararnir valdir
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem munu leika gegn Finnlandi í riðlakeppninni fyrir EM 2014 á miðvikudaginn.
View ArticleNadal meistari fimmta árið í röð
Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag.
View ArticleIngi Norðurlandameistari | Krister fékk brons
Ingi Rúnar Kristinsson vann til gullverðlauna í U-23 ára flokki í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Ingi fékk 7156 stig og bætti sig um 200 stig.
View ArticleNadal: Mikil áskorun að leika gegn Novak
"Hvert augnablik skiptir máli í leikjum sem þessum," sagði Rafael Nadal eftir að hafa tryggt sér sigurinn á Opna franska meistaramótinu í tennis í dag.
View Article