Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ.
↧