Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir á skotskónum með Halmstad í sænsku b-deildinni í kvöld. Halmstad vann þá 3-0 heimasigur á Umeå og er enn með í baráttunni um annað sætið í deildinni sem hefur beint sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
↧