Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári.
↧