Messi átti ekki þátt í marki í fyrsta sinn síðan 5. desember
Lionel Messi var nánast óþekkjanlegur á San Siro í kvöld og komst aldrei í takt við leikinn þegar Barcelona tapaði óvænt 0-2 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum...
View ArticleHaukakonur unnu Keflavík aftur - öll úrslit kvöldsins í kvennakörfunni
Haukakonur voru fyrsta til að vinna Keflavík í kvennakörfunni í Dominosdeildinni í vetur og þær endurtóku leikinn á Ásvöllum í kvöld með því að vinna nýkrýnda bikarmeistara með níu stigum, 67-58.
View ArticleÖruggt hjá Kiel í Rúmeníu
Evrópumeistarar Kiel komust upp að hlið MKB Veszprem á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar í kvöld. Kiel vann þá útisigur, 25-28, gegn Constanta.
View ArticleSkilaði Ólympíugullinu sínu í mótmælaskyni
Valentin Yordanov, formaður búlgarska glímusambandsins, hefur mótmælt ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar á sérstakan hátt. Hann ákvað að skila Ólympíugullinu sínu frá því á leikunum í Atlanta 1996.
View ArticleReus: Mér finnst Justin Bieber algjört æði
Marco Reus er einn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur einnig slegið í gegn í Meistaradeild Evrópu með liði sínu, Dortmund.
View ArticleUmdeilt mark hjá AC Milan í kvöld
Fyrra mark AC Milan í kvöld gegn Barcelona var mjög umdeilt enda fór boltinn mjög augljóslega í hendi leikmanns AC Milan skömmu áður en markið var skorað.
View ArticleMeistaradeildarmörkin: AC Milan í góðum málum
AC Milan er sigurvegari kvöldsins í Meistaradeildinni en liðið vann frækinn 2-0 sigur á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
View ArticleRodgers: Við vorum ótrúlegir í þessum leik
Liverpool féll úr leik í Evrópudeild UEFA á dramatískan hátt í kvöld. Liðið lagði Zenit, 3-1, en féll úr leik á útivallarmarki Zenit.
View ArticleAjax úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í hollenska félaginu Ajax eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap gegn Steaua Búkarest eftir vítaspyrnukeppni.
View ArticleMaradona og Messi saman í liði?
Diego Maradona er farinn að tala um möguleikann á því að nýfæddur sonur hans, Diego Fernando, spili í framtíðinni við hlið sona þeirra Lionel Messi og Sergio Aguero.
View ArticleDýr mistök Carragher og Liverpool úr leik | Öll úrslit kvöldsins
Slæm mistök varnarmannsins Jamie Carragher hjá Liverpool reyndust ansi dýr í kvöld þegar Liverpool féll úr leik í Evrópudeild UEFA þrátt fyrir 3-1 sigur.
View ArticleMorris-tvíburarnir nú í sama liði í NBA
Tvíburabræðurnir Marcus og Markieff Morris eru orðnir liðsfélagar á nýjan leik eftir að Houston Rockets sendi Marcus Morris til Phoenix Suns í nótt fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins í sumar.
View ArticleAlonso fljótastur á þriðja degi æfinganna
Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum.
View ArticleDraumaleikmaður og töffari
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta, vann í kanahappadrættinu í nóvember þegar hann samdi við Damier Pitts. Damier er búinn að brjóta 30 stiga múrinn í níu leikjum KFÍ...
View ArticleLaxá á Skaga bjargað með hrognagreftri
Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð...
View ArticleNBA í nótt: San Antonio og Miami í banastuði | James náði ekki 30 stigum
San Antonio Spurs styrkti í nótt stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta með góðum sigri á LA Clipper á útivelli, 116-90.
View ArticleSumarið í hættu hjá Pétri
Pétur Viðarsson mun mögulega ekkert spila með FH-ingum í Pepsi-deild karla nú á komandi leiktímabili.
View ArticleÁgúst tekur við SönderjyskE
Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs SönderjyskE í Danmörku.
View ArticleTiger og McIlroy báðir úr leik
Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta keppnisdegi heimsmótsins í holukeppni en þá féllu þeir Tiger Woods og Rory McIlroy báðir úr leik.
View ArticleÓlafur Björn í öðru sæti
Ólafur Björn Loftsson hélt uppteknum hætti á móti á eGolf-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær en hann er í öðru sæti þegar mótið er hálfnað.
View Article